Erlent

Tilfinningaþrungin stund föður Madeleine í heimabænum

Gerry McCann gaf sér tíma í stuttri heimsókn að lesa kveðjur velunnara.
Gerry McCann gaf sér tíma í stuttri heimsókn að lesa kveðjur velunnara. MYND/AFP
Það var tilfinningaþrungin stund þegar Gerry McCann faðir Madeleine heimsótti torgið í Rothley heimabæ fjölskyldunnar í Leicestershire. Nú eru 19 dagar frá því stúlkan hvarf í sumarleyfisbænum Praia de Luz í Portúgal. Torgið í Rothley er alþakið gulum borðum sem íbúar bæjarins hafa bundið á tré, bekki, umferðarmerki og á grasflötina sjálfa. Gerry er nú  kominn aftur til Portúgal.

Í Rothley eru auk þess kort og spjöld víða sem hvetja til að stúlkunni verði skilað. Gerry var snortinn þegar hann gekk um og las sum skilaboðanna. Hann sagði við breska blaðið Daily Mail að stuðningur almennings væri mikil hjálp og gæfi fjölskyldunni styrk.

Verslunarmenn í bænum hafa lagt til rúmlega 22 km af gulum borðum. Gerry batt sjálfur einn slíkan á bekk næst við hliðina á spjaldi með barnaskrift þar sem stóð; „Maddie. Geriði það, skilið henni." Síðan talaði hann við heimamenn áður en hann hélt á braut.

Eini aðilinn sem grunaður er í málinu, Robert Murat, féll í yfirlið fyrir framan fjölskyldu sína í dag vegna álagsins yfir að vera grunaður í málinu. Þetta er í annað sinn sem líður yfir hann frá því hann var yfirheyrður vegna mannránsins.

Murat hringdi í fjölmiðlakonginn Max Clifford í London til að biðja um aðstoð hans við að meðhöndla fjölmiðla. Haft er eftir Clifford í Daily Mail að Murat hafi grátbeðið hann um hjálp. Komi í ljós að Murat sé saklaus muni Clifford ræða við hann.

 


Tengdar fréttir

Breti grunaður um að hafa rænt Madeleine

Portúgalska lögreglan hefur handtekið mann sem grunur leikur á að tengist hvarfinu á Madeleine McCann, fjögurra ára gamalli telpu sem hefur verið saknað í tólf daga. Maðurinn er breskur ríkisborgari og býr hann með móður sinni skammt frá hótelinu sem Madeleine var rænt af.

50 milljónir hafa heimsótt vefsíðu Madeleine

Vefsíða sem sett var á laggirnar til að hjálpa við leitina á Madeleine McCann hefur fengið meira en 50 milljónir heimsókna. Fjölþjóðleg fyrirtæki á borð við BP, McDonalds og alþjóðlega matvöruverslunarkeðjan Carrefour styðja leitina með því að dreyfa myndum í Evrópu af stúlkunni. Maddie var rænt í Portúgal 3. Maí síðastliðinn og varð fjögurra ára í síðustu viku.

Murat segir gruninn hafa eyðilagt líf sitt

Robert Murat sagði í viðtali við Sky fréttastofuna í kvöld að grunurinn um að hann tengdist mannráni Madeline McCann hefði eyðilagt líf hans. Hann sagðist hafa verið gerður að blóraböggli af lögreglu í málinu. Murat var handtekinn í gær og yfirheyrður í 18 klukkustundir. Hann var látinn laus í dag vegna skorts á sönnunargögnum gegn honum.

Bretanum hefur verið sleppt

Portúgalska lögreglan greindi frá því nú síðdegis að ekki væru nægar vísbendingar til að ákæra breskan mann vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Maðurinn var handtekinn í gærkvöld en hann er búsettur nærri hótelinu í Praia De Luz á Algarve þaðan sem hin fjögurra ára gamla telpan var numin á brott.

Faðir Madeleine aftur til Bretlands

Faðir Madeleine litlu sem rænt var í Portúgal í byrjun mánaðarins er nú kominn til Bretlands í stutta heimsókn. Gerry McCann mun nota ferðina til að hitta skipuleggjendur sjóðs vegna leitarinnar að stúlkunni. Þá mun hann undirbúa frekari dvöl í Portúgal og sækja myndir og myndbönd af Maddie til nota fyrir herferðina.

Rússi tekinn til yfirheyrslu vegna Madeleine

Lögregla í Portúgal hefur tekið 22 ára rússa til yfirheyrslu vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Maðurinn er tölvunarfræðingur og kunningi Roberts Murat sem yfirheyrður var fyrr í vikunni. Hann hjálpaði Murat meðal annars við að setja upp internetsíðu. Sky fréttastofan greinir frá því að lögregla hafi leitað á heimili mannsins sem heitir Sergey Malinka. Hann býr í hverfi innan Praia de Luz, þaðan sem Madelein hvarf fyrir tveimur vikum.

Madeleine McCann enn ófundin

Enn hefur ekkert spurst til litlu bresku telpunnar sem rænt var á Algarve í Portúgal fyrir viku síðan. Foreldrar hennar segjast enn vongóðir um að hún finnist heil á húfi.

Portúgal: Meiriháttar upplýsingar í rannsókn tilkynntar

Sýnt verður beint frá blaðamannafundi Lögreglunnar í Portúgal klukkan 17.30 að íslenskum tíma á visir.is. Búist er við að upplýst verði um meiriháttar umskipti í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Madeleine McCann. Stúlkan var numin á brott af hótelherbergi sínu fyrir viku og hefur leit staðið yfir síðan. Fundurinn fer fyrst fram á portúgölsku og síðan ensku.

Kallað eftir ljósmyndum frá Praia de Luz

Breska lögreglan hefur biðlað til almennings um að fá sendar myndir af sumarleyfisstaðnum Praia de Luz og nágrenni í Portúgal. Óskað er eftir myndum á tölvutæku formi frá tveggja vikna tímabili áður en Madeline McCann var rænt þann 3. maí. Helst eru það myndir með ókunnugum í bakgrunni sem lögreglan er á höttunum eftir.

Fara ekki heim fyrr en Maddie er fundin

Foreldrar Madeleine McCann, litlu telpunnar sem rænt var í Portúgal fyrir tæpum tveimur vikum, eru viss um að dóttir þeirra sé heil á húfi og ætla ekki að snúa aftur til Bretlands fyrr en hún er komin í leitirnar. Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, er á meðal þeirra sem lofað hafa þeim fé sem varpað geta ljósi á hvarf Madeleine.

Beckham biðlar til mannræningja

David Beckham mun í dag biðla til mannræningja hinnar þriggja ára gömlu Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal í síðustu viku. Eftir æfingu með liði hans Real Madrid á Spáni í dag mun hann taka upp skilaboð segir á fréttavef Sky.

Túlkur í yfirheyrslu vegna hvarfs Madeleine

Fréttastofa Sky greindi frá því nú rétt í þessu að maður hefði verið færður til yfirheyrslu á lögreglustöð í Portúgal vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Verið er að leita í húsi sem er stutt þaðan sem hin þriggja ára gamla stúlka hvarf. Maðurinn mun vera túlkur og hafði sagt fólki að hann væri að aðstoða lögregluna við rannsóknina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×