Erlent

50 milljónir hafa heimsótt vefsíðu Madeleine

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Vefsíða sem sett var á laggirnar til að hjálpa við leitina á Madeleine McCann hefur fengið meira en 50 milljónir heimsókna. Fjölþjóðleg fyrirtæki á borð við BP, McDonalds og alþjóðlega matvöruverslunarkeðjan Carrefour styðja leitina með því að dreyfa myndum í Evrópu af stúlkunni. Maddie var rænt í Portúgal 3. Maí síðastliðinn og varð fjögurra ára í síðustu viku.

Búist er við tölum um heildarupphæð fjárframlaga síðar, en fjármagnið rennur til herferðarinnar.

Aðrar bensínstöðvar eins og Skeljungur og Esso hafa einnig samþykkt að dreyfa myndum á bensínstöðvum sínum. Auk þess styður fjöldi annarra fyrirtækja herferðina með ýmsum hætti. Flugmálayfirvöld í Bretlandi hafa til dæmis sett auglýsingaplaköt upp á öllum flugvöllum í Bretlandi. Þá standa þrjú símafyrirtæki fyrir sms-herferð.

Markmið vefsíðunnar er að dreyfa upplýsingum og auðvelda fjárframlög til McCann fjölskyldunnar.

Sky sjónvarpsstöðin birti í dag myndband sem sýnt verður í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar sem fram fer á morgun milli Manchester United og Chelsea á Wembley leikvangnum.

Myndbandið er klippt við lag Simple Minds “Don´t you forget about me” og sýnir ýmsar myndir af stúlkunni, og undirstrikar meðal annars sérkenni í hægra auga hennar.

Keðju tölvupóstur hefur farið sem eldur í sinu um Evrópu og berst nú víðar. Það var frænka stúlkunnar í Bretlandi sem hóf keðjuna stuttu eftir að Maddie var rænt.

Heimasíðan er www.findmadeleine.com




Fleiri fréttir

Sjá meira


×