Erlent

Rússi tekinn til yfirheyrslu vegna Madeleine

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Lögregla í Portúgal hefur tekið 22 ára rússa til yfirheyrslu vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Maðurinn er tölvunarfræðingur og kunningi Roberts Murat sem yfirheyrður var fyrr í vikunni. Hann hjálpaði Murat meðal annars við að setja upp internetsíðu.

Sky fréttastofan greinir frá því að lögregla hafi leitað á heimili mannsins sem heitir Sergey Malinka. Hann býr í hverfi innan Praia de Luz, þaðan sem Madelein hvarf fyrir tveimur vikum.

Lögreglumenn tóku fartölvu og harðan disk af heimili mannsins en hefur ekki gefið frekari upplýsingar.

Nágranni sem óskaði nafnleyndar sagði að Malinka ætti fjöldan allan af bílum. Og vinur Murat fjölskyldunnar lýsti honum sem ljúfum og hjálpsömium krakka.

Áður hafði fyrrverandi kona Roberts Murat sagst aðstoða lögreglu á allan mögulegan hátt í málinu.

Foreldrar Madeleine biðja reglulega fyrir hennig í nálægri kirkju. Þau hafa sagt að þau muni ekki fara frá Portúgal fyrr en stúlkan fynnist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×