Erlent

Túlkur í yfirheyrslu vegna hvarfs Madeleine

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Madeleine hvarf í þarsíðustu viku af hóteli í Praia da Luz
Madeleine hvarf í þarsíðustu viku af hóteli í Praia da Luz
Fréttastofa Sky greindi frá því nú rétt í þessu að maður hefði verið færður til yfirheyrslu á lögreglustöð í Portúgal vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Verið er að leita í húsi sem er stutt þaðan sem hin þriggja ára gamla stúlka hvarf. Maðurinn er breskur og heitir Robert Murat. Hann er túlkur og hafði sagt fólki að hann væri að aðstoða lögregluna við rannsóknina.

Yfirheyrslur fara fram í Portimao en lögregla segir að fleiri aðilar séu til yfirheyrslu vegna málsins.

Nú er einnig leitað í húsi mannsins og móður hans, Jennifer Murat. Hún sagði í samtali við fréttastofu Sky að hann hefði ekki verið handtekinn og lögregla hefði ekki fundið nein ummerki sem betu til að Madeleine hefði verið í húsinu.

Lori Campbell fréttakona Sunday Mirror sem unnið hefur að málinu síðustu daga í Portúgal mun hafa tilkynnt lögreglu að Robert væri grunsamlegur.

Murat hefur aðstoðað fréttamenn síðan stúlkan hvarf. Hann mun síðustu daga hafa gert grín að því að hann væri grunaður í málinu og ætti því að draga sig í hlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×