Enski boltinn

Robson tekur við Sheffield United

MYND/Reuters

Bryan Robson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands í knattspyrnu, hefur verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri Sheffield United sem féll úr úrvalsdeildinni í vor. Hann tekur við af Neil Warnock sem hætti með liðið eftir að það féll.

Robson hefur áður verið knattspyrnustjóri Middlesbrough og West Bromwich Albion en hann hætti hjá síðarnefnda félaginu í fyrrahaust og hefur síðan ekki þjálfað lið.

Robson sagði í dag að hann væri hæstánægður með að taka við Sheffield United. Liðið væri skipað góðum leikmönnum og með smáfínstillingu myndi liðið komast upp í úrvalsdeildina aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×