Enski boltinn

Carrick fagnar komu Hargreaves

Michael Carrick óttast ekki samkeppnina frá Owen Hargreaves.
Michael Carrick óttast ekki samkeppnina frá Owen Hargreaves. MYND/Getty

Michael Carrick, enski miðjumaðurinn hjá Man. Utd., segist munu bjóða landa sinn Owen Hargreaves velkominn til félagsins með opnum örmum, en Hargreaves mun líklega skrifa undir samning við ensku meistaranna síðar í vikunni. Carrick óttast ekki samkeppnina sem felst í komu Hargreaves til liðsins.

"Manchester United er stærsta félag í heimi og liðið vill fá bestu leikmennina. Owen er háklassa leikmaður," segir Carrick.

"Við þurfum á stórum og breiðum leikmannahópi að halda. Ég er viss um að það verður pláss fyrir okkur báða í liðinu á næstu leiktíð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×