Enski boltinn

Beckenbauer staðfestir brottför Hargreaves

Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen í Þýskalandi, tilkynnti stuðningsmönnum liðsins í morgun að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves væri á förum frá liðinu til Englandsmeistara Manchester United. Hann staðfesti þar með fréttirnar sem birtust í þýskum fjölmiðlum í gær.

"Owen er á förum," sagði Beckenbauer og bætti við að það hefði verið ósk leikmannsins. "Hann vildi fara og fjárhagslega er það mjög hagkvæm sala fyrir okkur," sagði Beckenbauer, en hann vildi þó ekki staðfesta kaupverðið á Hargreaves. Þó er talið að það sé í kringum 17 milljónir punda, eða yfir tvo milljarða íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×