Enski boltinn

Ferguson: Leikmenn voru of þreyttir

Alex Ferguson segir mönnum sínum til í leiknum í dag.
Alex Ferguson segir mönnum sínum til í leiknum í dag. MYND/Getty

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði að allur sá fjöldi leikja sem sitt lið hefur spilað í vetur hafi átt stóran þátt í tapi liðsins gegn Chelsea í úrslitaleiknum í dag. Ferguson fannst einstaka leikmenn sínir þreyttir eftir langt og strangt tímabil og að liðið hefði að þeim sökum ekki verið upp á sitt besta.

"Það var ekkert á milli liðanna í þessum leik, hvorugt liðanna átti skilið að vinna né tapa. Það er engu að síður mikil vonbrigði að hafa tapað," sagði Ferguson.

"Völlurinn var þungur og það hjálpaði okkur ekki. Auk þess voru 2-3 leikmenn þreyttir og það hafði áhrif á okkar leik," sagði Ferguson, en talið er fullvíst að þar hafi hann meðal annars átt við Cristiano Ronaldo, en hann náði sér engan veginn á strik í dag.

"Leikmenn mínir hafa gengið í gegnum mikla þrekraun síðustu vikurnar í úrvalsdeildinni og staðið sig frábærlega. En svo virðist sem að allir leikirnir sem við höfum spilað í vetur hafi náð að hafa áhrif í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×