Enski boltinn

Chelsea enskur bikarmeistari

Didier Drogba og Rio Ferdinand rífast í leiknum í dag.
Didier Drogba og Rio Ferdinand rífast í leiknum í dag. MYND/Getty

Markahrókurinn Didier Drogba var hetja Chelsea þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Man. Utd. þegar 4 mínútur voru eftir af úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í dag. Þetta er fyrsti sigur Chelsea í ensku bikarkeppninni frá því að Jose Mourinho tók við stjórn liðsins, en fyrr í vetur hafði liðið sigrað enska deildarbikarinn.

Allt stefndi í vítaspyrnukeppni í leiknum þegar Drogba skoraði sigurmarkið eftir fallegt þríhyrningaspil við Frank Lampard. Drogba vippaði boltanum yfir Edwin van der Saar í markinu en fyrir markið hafði það verið Man. Utd. sem skapaði hættulegustu færin.

Umdeilt atvik átti sér stað í framlengingunni þegar Ryan Giggs átti skot að marki sem virtist fara inn fyrir marklínuna áður en Peter Cech náði valdi á boltanum, en dómarinn dæmdi ekki mark.

Leikmenn Chelsea fögnuðu sem óðir væru í leikslok, en leikmenn Englandsmeistara Manchester United voru niðurlútir enda ósigurinn eins sár og hugsast gat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×