Enski boltinn

Enginn Cole í liði Chelsea

Úrslitaleikur Manchester United og Chelsea í ensku bikarkeppninni er hafinn og er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Athygli vekur að Wayne Bridge er tekinn fram yfir Ashley Cole í byrjunarlið Chelsea, rétt eins og enskir fjölmiðlar höfðu spáð. Annars er fátt sem kemur á óvart í uppstillingu liðanna.

Hjá Man. Utd. er Gary Neville ennþá frá vegna meiðsla en hjá Chelsea er Richardo Carvalho ekki leikfær. Í hans stað við hlið John Terry spilar Michael Essien.

Byrjunarlið Man. Utd. 4-4-1-1:

Van der Saar; Brown, Ferdinand, Vidic, Heinze; Ronaldo, Carrick, Fletcher, Giggs; Scholes; Rooney.

Byrjunarlið Chelsea 4-3-3:

Cech; Ferreira, Terry, Essien, Bridge; Mikel, Makelele, Lampard; Wright-Phillips, Drogba, Cole.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×