Erlent

Íbúar í Bronx æfir yfir þýsku myndbandi

Íbúar í Bronx eru æfir vegna myndbands úr þýska hernum þar sem liðþjálfi segir hermanni að ímynda sér að hann sé að skjóta á svertingja í Bronx. Embættismenn í New York hafa krafist afsökunarbeiðni.

Myndbandið er tekið um mitt síðasta ár á æfingu þýska hersins í borginni Rendsburg. Þar sést liðþjálfi í þýska hernum hrópa að einum manna sinna að ímynda sér að hann sé staddur í Bronx og sendiferðabíl með þremur svertingjum stoppi fyrir framna hann. Þeir stígi út og byrji að niðurlægja móður hans. „Á undan hverju skoti sem þú lætur dynja á þeim vil ég heyra þig bölva," segir liðþjálfinn.

Yfirmenn þýska hersins hafa vitað af myndbandinu um nokkurt skeið en því hefur verið haldið leyndu hingað til. Í Bronx taka menn þessu ekki með brosi á vör og haffa krafið Þjóðverja um opinbera afsökunarbeiðni.

Málið er í rannsókn hjá þýska hernum og er ekki eina hneykslismálið sem þar er til athugunar. Skemmst er að minnast mynda frá Afganistan þar sem þýskir hermenn sátu fyrir á myndu brosandi og léttklæddir með hauskúpur af óvininum í faðminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×