Erlent

Nýju ári fangað með vatnsgusum

Taílendingar fagna í dag nýju ári en hátíðarhöld eru víða um landið af því tilefni. Sá siður er við lýði að fagna tímamótunum með því að hella vatni á náungann. Þetta má rekja til gamals helgisiðar sem átti að tryggja að vatn myndi ekki skorta svo að uppskera ársins yrði sem best.

Eftir því sem árin hafa liðið hefur varfærnislegum vatnsskvettum verið skipt út fyrir öflugar vatnsbyssur. Mörgum þykir eflaust ekki slæmt að fá yfir sig smá skammt af köldu vatni í þeim mikla hita sem nú er í Taílandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×