Erlent

Pólverjar íhuga bann við fóstureyðingum

Mótmæli gegn banni við fóstureyðingum í Póllandi
Mótmæli gegn banni við fóstureyðingum í Póllandi MYND/AFP

Pólska þingið íhugar nú hvort herða eigi reglugerðir varðandi fóstureyðingar þar í landi. Reglur um fóstureyðingar eru nú þegar mjög strangar í Póllandi en útlit er fyrir að þær verði bannaðar með öllu.

Málið hefur valdið töluverðum titringi í Póllandi og hafa flestir flokkar á pólska þinginu hvatt þingmenn sína til að taka persónulega en ekki flokksbundna afstöðu til málsins.

Reglur um fóstureyðingar í Póllandi eru með þeim strangari í Evrópu en aðeins er leyfilegt að fjarlægja fóstur ef líf móður liggur við eða fóstur telst það skaðað að því sé vart hugað líf.

Langflestir Pólverjar eru kaþólskrar trúar en Kaþólska kirkjan hefur lengi sett sig gegn fóstureyðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×