Erlent

Karlmaður í Ohio ákærður fyrir tengsl við al-QaIda

William Hunt, varasaksóknari á skrifstofu saksóknara í Columbus í Ohio, svarar spurningum fréttamanna um Christopher Paul í dag.
William Hunt, varasaksóknari á skrifstofu saksóknara í Columbus í Ohio, svarar spurningum fréttamanna um Christopher Paul í dag. MYND/AP

Bandaríska alríkisrlögreglan hefur ákært mann á fimmtugsaldri frá Ohio fyrir að vera félagi í al-Qaida hryðjuverkasamtökunum og leggja á ráðin um sprengjuárásir í bæði Bandaríkjunum og Evrópu. Maðurinn, Christopher Paul, var handtekinn í gær eftir að lögregla hafði fylgst með honum í fjögur ár.

Samkvæmt tilkynningu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu tengist hann al-Qaida í Pakistan, Afganistan og Þýskalandi. Í ákærunni segir að Paul hafi gengið til liðs við al-Qaida árið 1991 og að hann hafi þjálfað félaga í samtökunum í Þýskalandi sem hafi áætlað að gera sprengjuárásir á ferðamannastaði í Evrópu sem væru vinsælir hjá Bandaríkjamönnum.

Paul átti að koma fyrir dómara í Columbus í Ohio í dag vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×