Erlent

Kuldakast í miðvesturríkjum Bandaríkjanna

Svona var umhorfs í Milwaukee í Bandaríkjunum í gær.
Svona var umhorfs í Milwaukee í Bandaríkjunum í gær. MYND/AP

Kuldakast sem gengur yfir miðvesturríki Bandaríkjanna hefur valdið töluverðum usla ríkjunum bæði í dag og í gær. Segir á vef USA Today að rekja megi sex dauðsföll í umferðinni til mikillar hálku á vegum úti og þá hefur hundruðum flugferða verða verið frestað vegna ofankomu.

Þá varð að minnsta kosti sjötíu bíla árekstur á hraðbraut nærri Minneapolis en þar slösuðust að minnsta kosti tveir alvarlega. Enn fremur hefur þurft að fresta kappleikjum í hafnabolta vegna kuldans og í Chicago voru hátt í 180 snjóruðningstæki ræst út í morgun til að hreinsa götur borgarinnar.

Veðurfræðingar vestra segja að kuldakast eins og þetta í apríl sé alls ekki óvenjulegt en þess má geta hinum megin Atlantsála búa frændur okkar Danir sig undir hlýja helgi þar sem reiknað er með að hitinnn fari upp fyrir 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×