Erlent

Náðar veggjakrotara í Taílandi

Jufer eftir að hann var dæmdur.
Jufer eftir að hann var dæmdur. MYND/AFP

Bhumibol Adulyadej, konungur Taílands, náðaði í morgun Svisslendinginn Oliver Rudolf Jufer sem á dögunum var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir vanvirðu við konung.

Jufer, sem er á sextugsaldri, var handtekinn fyrir að mála yfir andlit konungs á fjölmörgum myndum af honum í borginni Chiang Mai en slíkt er álitið jaðra við guðlast í Taílandi.

Upphaflega var búist við að Jufer fengi tuttugu ára dóm en helmingi skemmri fangavist varð niðurstaðan. Náðun konungs kemur raunar ekki á óvart því hann hefur margsinnis sagst vera ekki yfir gagnrýni hafinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×