Erlent

Fyrrverandi heimsmethafi í köfun drukknar

Franski kafarinn Loic Leferme lét lífið í morgun þegar hann var við köfunaræfingar án súrefnisútbúnaðar nærri frönsku borginni Nice. Þessi fyrrum heimsmethafi í loftfirrðri köfun virðist hafa misst meðvitund á talsverðu dýpi en björgunarkafarar fundu hann látinn á hafsbotninum.

Leferme kafaði á sínum tíma niður á 171 metra dýpi án súrefnis en í fyrrasumar sló austurrískur kafari met hans sem komst niður á 186 metra. Köfun án súrefnisútbúnaðar er ein hættulegasta íþrótt í heimi, um hana fjallar hin víðfræga kvikmynd Le Grand Bleu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×