Erlent

Mikill meirihluti Dana andvígur reykingabanni á börum

MYND/Teitur

Sjö af hverjum tíu Dönum vilja að reykingar verði áfram leyfðar á börum og veitingastöðum landsins samkvæmt skoðanakönnun sem birt er í fríblaðinu Dato.

Til stendur að koma á reykingabanni á slíkum stöðum í Danmörku um miðjan ágúst en frumvarp þar að lútandi er til umfjöllunar á danska þinginu. Niðurstaða könnunarinnar breytir engu um þessi áform því allir flokkar að Radikale undanskyldnum styðja frumvarpið. Reiknað með að það verði að lögum áður en danskir þingmenn fara í sumarfrí.

Reykingabannið mætir harðri andstöðu hjá dönskum veitingahúsaeigendum og hafa yfir 500 þeirra skrifað undir mótmæli gegn banninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×