Erlent

Strætóbílstjórar í bæjum í Danmörku leggja niður vinnu

Strætisvagnasamgöngur liggja niðri í fjölmörgum bæjum á Jótlandi og á Borgundarhólmi í dag vegna mótmæla strætisvagnabílstjóra. Þeir eru ósáttir við að fá ekki sömu laun og starfsbræður þeirra í Kaupmannahöfn og nágrenni.

Eftir því sem fram kemur á vef Jótlandspóstsins náðist nýlega samkomulag milli forsvarsmanna strætóbílstjóra og viðsemjenda þeirra eftir langar samningaviðræður. Hins vegar eru ekki allir sáttir við niðurstöðuna, þar á meðl bílstjórar í Velje, Horsens, Sönderborg og á Borgundarhólmi. Þeir hafa því lagt niður vinnu í dag.

Haft er erftir trúnaðarmanni strætisvagnastjóra í Velje að þeir muni funda aftur á morgun og ákveða þá hvort þeir haldi áfram mótmælunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×