Erlent

Fer fram á 12 ára fangelsi yfir höfuðpaur í Munch-málinu

Ópið eftir Edvard Munch.
Ópið eftir Edvard Munch.

Ríkissakóknari í Noregi fór í dag fram á það fyrir lögmannsrétti að þrír menn sem sakfelldir voru fyrir að hafa rænt málverkunum Ópinu og Madonnu af Munch-safninu í Olsó fyrir nærri þremur árum yrðu dæmdir í sjö til tólf ára fangelsi.

Eftir því sem fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins sakfelldi kviðdómur mennina þrjá fyrir aðild að ráninu skömmu fyrir páska. Telur ríkissaksóknari einn þeirra, Björn Hoen, hafi verið heilinnn á bak við ránið og þvíe eigi hann að fá þyngsta dóminn, 12 ár. Þá fer saksóknari fram á að þremenningarnir greiði 2,8 milljónir norskra króna, jafnvirði um 30 milljóna króna, í bætur til Munch-safnsins.

Fyrir dómi í morgun benti saksóknarinn á að málverkarán væru verri en peningarán því myndirnar hefðu skemmst og yrðu aldrei eins. Myndunum tveimur var stolið um hábjartan dag í ágúst 2004 en þær komu aftur í leitirnar í ágúst í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×