Erlent

Dæmdur samkvæmt hryðjuverkalögum í Danmörku

Björn Gíslason skrifar

Dómstóll í Kaupmannahöfn dæmdi í morgun Dana af marokkóskum uppruna í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hvetja til hryðjuverka. Said Mansour var þar með sá fyrsti sem dæmdur er samkvæmt hryðjuverkalögum í Danmörku sem sett voru eftir árásirnar 11. septermber 2001 en þar er meðal annars kveðið á um refsingu fyrir að hvetja til hryðjuverka.

Mansour var ákærður fyrir að hafa í gegnum forlag sitt í Brönshöj dreift myndböndum af aftökum og geisladiskum þar sem þekktir hryðjuverkamenn eru lofaðir. Myndböndunum og diskunum dreifði hann um allan heim eftir því sem segir á vef Politiken.

Hann var handtekinn í byrjun september árið 2005 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Samkvæmt hryðjuverkalögunum hefði verið hægt að svipta Mansour dönskum ríkisborgararétti en það gerði dómurinn ekki þar sem ekki væri hægt að tryggja öryggi hans í Marokkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×