Enski boltinn

Watford lagði Portsmouth af velli

Botnlið Watford lagði Portsmouth af velli, 4-2, í fjörugum markaleik á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Portsmouth komst yfir í upphafi leiksins en Watford sýndi mikinn karakter og svaraði með fjórum mörkum.

Matthew Taylor kom Portsmouth yfir á 16. mínútu en Hameur Boazza jafnaði metin fyrir hálfleik. Leikmenn Watford komu gríðarlega ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og skoraði Gavin Mahon strax á 46. mínútu. Tamas Praskin bætti við þriðja markinu á 51. mínútu og Boazza bætti við sínu öðru marki og alls því fjórða á 76. mínútu. Arnold Makengo náði síðan að laga stöðuna fyrir Portsmouth undir lok leiksins.

Watford er áfram í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir sigurinn með aðeins 23 stig. Portsmouth er í 8. sæti með 46 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×