Enski boltinn

Tevez vill gera allt fyrir stuðningsmennina

Carlos Tevez hefur spilað vel að undanförnu.
Carlos Tevez hefur spilað vel að undanförnu. MYND/Getty

Argentínski framherjinn Carlos Tevez hefur gefið sterklega í skyn að hann vilji vera áfram í herbúðum West Ham. Tevez segir stuðningsmenn West Ham vera engum líkir og að þeirra vegna vilji hann vera hjá félaginu í mörg ár til viðbótar.

"Ég veit ekkert hvað gerist á næsta tímabil. Það veltur á svo mörgu," sagði Tevez, aðspurður um hvort hann yrði áfram hjá West Ham á næsta tímabili.

"Aðalatriðið núna er að bjarga liðinu frá falli. Ég persónulega finn fyrir miklum stuðningi frá fólki, bæði inni á vellinum en líka úti á götu. Þessi stuðningur er ómetanlegur og aðeins vegna hans myndi ég vilja vera hér í mörg ár."

Hinn 23 ára gamli Tevez hefur átt fast sæti í liði West Ham að undanförnu eftir rólega byrjun með liðinu og hefur skorað þrjú mörk fyrir liðið á tímabilinu. Tevez er í raun á láni hjá West Ham, frá einstaklingnum Kia Joorabchian og fyrirtæki hans, sem "á" Tevez. Chelsea, Manchester United, Juventus, Inter, Liverpool og Real Madrid eru öll sögð hafa áhuga á framherjanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×