Enski boltinn

Man. Utd. tapaði óvænt fyrir Portsmouth

Leikmenn Man. Utd. voru pirraðir í leiknum í dag. Hér ræðir Wayne Rooney við dómara leiksins.
Leikmenn Man. Utd. voru pirraðir í leiknum í dag. Hér ræðir Wayne Rooney við dómara leiksins. MYND/Getty

Manchester United mistókst nú síðdegis að auka forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í sex stig á ný en þá tapaði liðið óvænt fyrir Portsmouth á útivelli, 2-1. Aðeins þremur stigum munar nú á Man. Utd. og Chelsea og bendir margt til þess að um hálfgerðan úrslitaleik um titilinn verði að ræða þegar liðin mætast innbyrðis í næsta mánuði.

Mark frá Matthew Taylor og klaufalegt sjálfsmark frá Rio Ferdinand komu Portsmouth í 2-0 en John O´Shea minnkaði muninn á síðustu mínútu. Man. Utd. er ennþá í fyrsta sæti með 78 stig en Chelsea er með 75 stig í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×