Erlent

Fimmti ferðamaðurinn til að fara út í geiminn

Miljarðamæringurinn Charles Simonyi varð í dag fimmti ferðamaðurinn til að fara út í geiminn. Simonay var um borð í rússneskri soyuz geimflaug sem skotið var á loft í Kazakstan.

Hann greiðir rúman einn milljarða íslenskra króna fyrir ferðina í alþjóðlegu geimstöðina en ferðin tekur þrettán daga. Með honum í för eru tveir reyndir geimfara. Vinir og ættingjar Simonayi fylgdust með þegar flauginni var skotið á loft en í þeirra hópi var góð vinkona hans viðskiptakonan Martha Stewart.

Talsmaður geimstöðvarinnar sagði að Simonayi hefði fengið nokkur góð ráð frá fyrrverandi geimförum, meðal annars Bandaríkjamanninum Gregory Olsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×