Erlent

Íranar segja yfirlýsingu sjóliða hreinan tilbúning

AFP

Íranar gagnrýna yfirlýsingu bresku sjóliðanna 15 frá því fyrr í dag harðlega og segja hana hreinan tilbúning. Þeir segja yfirlýsinguna vera gerða til að hylma yfir mistök hersins og að sjóliðarnir hafi verið á írönsku hafsvæði. Þetta segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Írans sem Reuters-fréttastofan fékk með símbréfi. Sjóliðarnir héldu því fram að Íranar hefðu beitt þá harðræði í varðhaldi, bundið fyrir augu þeirra, haldið fyrir þeim vöku, geymt þá í einangrun og neytt þá til að játa að þeir hefðu verið í óleyfi á írönsku hafsvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×