Erlent

Norður-Kóreumenn geta loks fengið peningana sína

Frá viðræðum sexveldanna um kjarnorkumál Norður-Kóreu
Frá viðræðum sexveldanna um kjarnorkumál Norður-Kóreu AP

Bandaríkjamenn segjast hafa fundið leið til þess að koma fjármunum sem stjórnvöld í Norður-Kóreu eiga á bankareikningi í Macau í hendur eigendanna. Peningarnir hafa legið frystir á bankareikningum vegna efnahagsþvingana en það var eitt skilyrði Norður-Kóreumanna fyrir kjarnorkuafvopnun að peningarnir fengjust lausir.

Um er að ræða 25 milljónir dollara eða sem nemur um 1,6 milljörðum íslenskra króna. Búist er við því að reynt verði að ná viðræðum við Norður-Kóreumenn á réttan kjöl með því að láta þá hafa peningana. Þeir samþykktu í byrjun febrúar að slökkva á kjarnaofni sínum og hefja afvopnun í skiptum fyrir efnahagsaðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×