Erlent

Sjóliðar voru beittir harðræði í Íran

Bresku sjóliðarnir 15 segjast hafa verið beittir harðræði í varðhaldi í Íran. Þeir segja að bundið hafi verið fyrir augu þeirra, þau sett í einangrun og þeim hótað allt að sjö ára fangelsisvist. Sjóliðarnir hafa verið látnir lausir og héldu blaðamannafund heima í Bretlandi í dag.

Þeir segja að þeim hafi verið hótað ítrekað og gefnir tveir möguleikar; að játa að hafa verið í íranskri lögsögu og eiga þá von á að komast heim eða að neita og eiga þá yfir höfði sér fangelsisvist. Sjóliðarnir segjast hafa verið undir stöðugu álagi og að þeir hafi verið yfirheyrðir kvölds og morgna. Þeir segja að það hafi ekki verið möguleiki fyrir þá að streitast á móti þegar þeir voru handteknir, Íranar hafi bæði verið fjölmennari og betur vopnum búnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×