Erlent

Karzai vill ræða við talibana

Hamid Karzai, forseti Afganistan
Hamid Karzai, forseti Afganistan Getty Images

Hamid Karzai, forseti Afganistan hefur átt í beinum viðræðum við uppreisnarmenn talibana um að koma á varanlegum friði í landinu. Þetta viðurkenndi Karzai fyrst í dag. Talibanar hafa gefið yfirlýsingar þar sem þeir segjast nú búa sig undir mikla og blóðuga sókn með vorinu, en ofbeldið hefur magnast í landinu undanfarna mánuði.

Karzai horfir fram á mikinn vanda við að verja það að eiga í viðræðum við talibana eftir framgöngu þeirra undanfarið. Hann hefur boðið öllum Afgönum viðræður um að koma á varanlegum frið, og tók sérstaklega fram að Mullah Mohammad Omar, útlægum leiðtoga talibana, væri einnig boðnar viðræður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×