Erlent

Lögregluyfirvöld í Róm verja hegðun lögreglumanna

Getty Images

Yfirmenn lögreglunnar í Róm verja hegðun lögreglumanna borgarinnar eftir að slóst í brýnu með þeim og stuðningsmönnum Manchester United eftir leik þeirra við Rómverja í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Þeir segja viðbrögð lögreglumannanna hafa verið eðlileg og að stuðningsmennirnir hafi stofnað til vandræðanna.

Stuðningsmennirnir kvörtuðu undan tilhæfulausum árásum lögreglumanna eftir leikinn, sem Manchester tapaði 2-1. UEFA, knattspyrnubandalag Evrópu rannsakar nú málið og gætu bæði félögin átt yfir höfði sér refsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×