Erlent

Krossfesta sig til að minnast pínu Krists

Milljónir manna um heim allan minnast í dag krossfestingar Jesú Krists. Hvergi er jafnlangt gengið og á Fillipseyum, þar sem rúmur tugur manna lætur krossfesta sig í dag, auk þess sem hundruðir til viðbótar húðstrýkja sig.

Þröngar götur Jerúsalem bera varla þann fjölda pílagríma sem sækir borgina heim á þessum árstíma til að minnast krossfestingar Jesú. Pílagrímarnir ganga jafnan sömu leið og sagt er að kristur hafi farið á leið til krossfestingarinnar. Stórir viðarkrossar og kerti einkenna athöfnina, auk hárra bænakalla. Löggæsla hefur verið snarhert í borginni í dag til að sjá til þess að allt fari vel fram.

Á Fillipseyjum ganga menn lengra en nokkurs staðar annars staðar í að minnast krossfestingarinnar. Í þorpinu San Pedro Cutud má sjá menn ganga um götur og húðstrýkja sig til blóðs og jafnvel börn taka þátt í athöfninni. Sumir ganga enn lengra og láta negla fjögurra tommu nagla í gegnum fætur og lófa og hanga svo á krossinum eins og kristur sjálfur. Fjöldi túrista safnast saman í þorpinu á hverju ári til að berja herlegheitin augum, sem ekki hafa fallið vel í kramið hjá Kaþólsku kirkjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×