Erlent

Tuttugu fórust í bílsprengjuárás í Írak

Minnst tuttugu manns féllu í bílsprengjuárás í borginni Ramadi í Írak nú í morgunsárið. Jeppa fullum af sprengiefni var ekið að vegatálma sem lögregla hafði sett upp, þar sem töluvert af fólki hafði safnast saman. Í borginni Díwanía í suðurhluta Íraks berjast bandarískir og íraskir hermenn nú við uppreisnarmenn úr röðum Sjía og hefur öll bílaumferð verið bönnuð í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×