Erlent

Páskahátíðinni fagnað

Þúsundir pílagríma röktu fótspor Jesús Krists víða um Jerúsalem í morgun þegar þeir fögnuðu páskahátíðinni sem nú er hafin.

Þúsundir kristinna pílagríma hófu hátíðarhöld sín á pálmasunnudag og gengu þá frá Olíufjallinu þar sem Jesús talaði við lærisveina sína niður í gömlu borgina. Í dag hafa þeir heimsótt þá staði sem Jesús kom á síðustu dagana áður en hann var krossfestur.

Við kirkju sem stendur við grafhýsið, þar sem talið er að Jesús hafi verið grafinn, var sérstök athöfn þar sem kristnir menn þvoðu fætur sína. Athöfnin er táknræn fyrir síðustu kvöldmáltíð Krists. Þá þvoði hann fætur þeirra sem viðstaddir voru til að sýna þeim að þeir ættu að elska hvorn annan og vera auðmjúkir í garð náungans.

Á morgun er krossfestingar Krists minnst og á sunnudaginn er svo sjálfur páskadagur, heilagasti dagurinn í kristnu dagatali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×