Enski boltinn

Eggert vill halda Tevez

NordicPhotos/GettyImages

Eggert Magnússon segist ólmur vilja halda framherjanum Carlos Tevez í herbúðum West Ham ef liðið sleppur við fall úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Hann segir Argentínumanninn loksins vera kominn í nógu gott form fyrir úrvalsdeildina, enda hafi það sést á spilamennsku hans í undanförnum leikjum.

"Ef við fengjum tækifæri til að kaupa leikmanninn, myndum við sannarlega gera það. Það er enginn vafi á því að hann hefur náð að sanna sig og hann berst eins og ljón fyrir okkur. Samningur hans er þannig að honum er frjálst að fara þegar hann rennur út og við eigum ekki réttinn á honum. Það hefur tekið hann nokkurn tíma að komast í form, því menn þurfa að vera í betra formi í ensku úrvalsdeildinni en í Suður-Ameríku. Ég hef alltaf sagt að þegar mörkin kæmu hjá honum - yrðu þau fljótt miklu fleiri," var haft eftir Eggerti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×