Erlent

Spá miklum fjölda fellibylja

Gervihnattamynd af fellibyl í Karíbahafi.
Gervihnattamynd af fellibyl í Karíbahafi. MYND/Getty Images
Sérfræðingar spá miklum fjölda fellibylja á komandi tímabili, en nú þegar eru fyrirséðir 17 stormar sem hefur verið gefið nafn. Talið er að níu þeirra verði að fellibyljum. Fellibyljatímabilið í ár stendur yfir frá byrjun júní til loka nóvembermánaðar. Veðurfræðingar við Colorado State háskólann segja að á síðasta ári hafi sérfræðingar spáð fyrir um fleiri storma en raun varð, segir á fréttavef BBC. Árið 2005 var hins vegar metár fellibylja í Ameríku, með 15 sterkum fellibyljum, þar á meðal Katrinu sem gjöreyðilagði meirihluta New Orleans. Veðurfræðingar í London sjá einnig myndun 17 fellibylja fyrir komandi tímabil. Búist er við miklum fjölda í ár einkum vegna hækkandi hitastigs sjávar. Árið 2005 voru 28 mikil stormaveður í Ameríku, en fyrir utan Katrinu olli fellibylurinn Stan mikilli eyðileggingu í Guatemala. En þar létust tvö þúsund manns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×