Erlent

Heimsmet í hraða járnbrautarlestar

Tvær eimreiðar knúðu lestina áfram, ein að framan, og hin að aftan.
Tvær eimreiðar knúðu lestina áfram, ein að framan, og hin að aftan. MYND/AFP

Heimsmet var slegið í Frakklandi í dag þegar járnbrautarlest af hefðbundinni gerð var ekið eftir teinum sínum á 574,8 km hraða á klukkustund. Þrír vagnar og tvær eimreiðar mynduðu lestina en kraftur véla þeirra hafði verið sérstaklega aukinn og vagnhjólin stækkuð.

Henni tókst að bæta heimsmetið í hraðakstri sambærilegra lesta um tæpa sextíu kílómetra á klukkustund. Met japanskrar segulsviðslestar frá árinu 2003 stendur hins vegar óhaggað en hún komst þá upp í 581 km hraða á klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×