Erlent

Kínverjar kynna nýjan tungl-jeppa

MYND/Getty

Kínverskir vísindamenn hafa kynnt frumgerð nýs tunglrannsóknarbúnaðs sem þeir hafa hannað. Um er ræða svokallaðan tungljeppa á sex hjólum sem ætlað er að keyra um tunglið og safna gögnum. Einnig hefur verið komið á fót sérhæfðri rannsóknarstofu þar sem jeppanum er stýrt og tekið við gögnum frá honum. Ætlunin er að senda jeppan til tunglsins í ómannaðri ferð árið 2012. För þessi yrði sú fyrsta undir stjórn Kínverja til tunglsins.

Jeppinn er einn og hálfur metri á hæð og vegur um 200 kg. Hann getur tekið þrívíðar ljós-, og hreyfimyndir á tunglinu og grafið upp jarðveg og greint hann. Þá er jeppinn búinn sérstökum nemum sem koma í veg fyrir að hann lendi í ofmiklum halla eða rekist á, en hann getur náð 100 km/klst.

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, og Geimferðastofnun Rússa hafa báðar smíðað álíka jeppa. Árið 2004 lentu tveir frá Nasa á Mars. Eftir því sem Lou Jian framkvæmdastjóri kínverska verkefnisins segir er þeim mikið í mun að gera betur en Bandaríkjamenn og Rússar. Það sem helst skilur nýju kínversku jeppana frá hinum eldri er að þeir ganga ekki fyrir sólarrafhlöðum, heldur eru þeir búnir sérstökum rafali sem breytir hita frá geislavirkni í rafmagn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×