Enski boltinn

Rooney hefur ekki áhyggjur af markaskorun

NordicPhotos/GettyImages

Wayne Rooney hjá Manchester United segist ekki hafa stórar áhyggjur af því þó hann hafi aðeins skorað 3 mörk í síðustu 13 leikjum sínum í öllum keppnum. Hann segir mestu máli skipta að liði sínu gangi vel og að það sé í toppsætinu.

"Ég hef ekki stórar áhyggjur af því hvort ég er að skora mikið eða ekki. Við erum á toppnum í deildinni og gengur vel. Ef ég væri að klúðra dauðafærum hvað eftir annað væri ég kannski áhyggjufullur, en við erum að fá mörk úr öllum áttum og vörnin er frábær - svo ég hef engar áhyggjur af þessu," sagði Rooney í samtali við sjónarpsstöðina MUTV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×