Enski boltinn

Framkvæmdir á Stanley Park hefjast í maí

Liverpool hefur nú formlega fengið grænt ljós á að hefja framkvæmdir vegna Stanley Park leikvangsins, sem verður nýr heimavöllur liðsins. Eigendur félagsins áttu fund með borgaryfirvöldum í Liverpool og í kjölfarið er reiknað með því að byggingavinna hefjist í júní. Þetta útilokar formlega að grannarnir Liverpool og Everton reisi leikvang saman eins og talið er að hafi komið til greina. Stefnt er að opnun leikvangsins árið 2010.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×