Enski boltinn

Ferguson: Einn besti leikur okkar í vetur

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson var skiljanlega ánægður með frammistöðu sinna manna í Manchester United í síðari hálfleik í dag þegar liðið burstaði Blackburn 4-1 eftir að fara 1-0 undir til búningsherbergja í hálfleik.

"Ég held að þetta hafi verið ein besta frammistaða okkar í vetur. Leikmennirnir fundu áskorun í því að ganga til síðari hálfleiks 1-0 undir, eftir að Blackburn hafði skorað úr eina skotinu sínu í þeim fyrri. Við hefðum í raun átt að vera yfir 2 eða 3-0 í hálfleik en þeir hengdu ekki haus og héldu áfram að sækja. Við héldum því áfram að skapa okkur færi og stuðningur áhorfenda var mjög mikilvægur í dag. Áhorfendurnir voru stórkostlegir," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×