Enski boltinn

Wenger: Liverpool átti meira en skilið að vinna

nordic photos/getty images

Arsene Wenger stjóri Arsenal sagði Liverpool hafa verðskuldað 4-1 sigurinn á hans mönnum í ensku úrvalsdeildinni í dag og sagði varnarleik sinna manna hafa verið skelfilegan.

"Varnarleikurinn var skelfilegur hjá okkur. Crouch gerði gæfumuninn fyrir þá. Við réðum ekkert við hann í loftinu og hann var duglegur að hlaupa í eyðurnar fyrir aftan varnarmenn okkar - reyndar eins og Steven Gerrard. Liverpool átti meira en skilið að vinna þennan leik," sagði Wenger og hafði áhyggjur af liði sínu í baráttunni um þriðja sætið í deildinni.

"Ef við ætlum okkur að ná þriðja sætinu í deilidinni verðum við sannarlega að spila betur en við gerðum í dag. Við erum ekki öruggir um að tryggja okkur sæti meðl fjögurra efstu og ef einvherjir af leikmönnum mínum virðast halda að þeir séu öruggir með Meistaradeildarsætið. Við þurfum sannarlega á öllu okkar besta að halda í þeim leikjum sem eftir eru," sagði stjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×