Enski boltinn

Ólíklegt að West Ham verði refsað

NordicPhotos/GettyImages
Að öllum lílindum verða ekki dregin stig í refsiskyni af West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eins og gefið hefur verið í skyn. Stjórn úrvalsdeildarinnar hefur undanfarið rannsakað leikmannaskipti Argentínumannanna Javier Mascherano og Carlos Tevez frá Brasilíu til West Ham í ágúst síðastliðnum en þar þykir ekki allt með felldu.

Ekki er á hreinu hver á leikmennina og það sem brýtur reglur enska knattspyrnusambandsins lýtur að eigendarétti leikmanna sem mega ekki vera með samning við svokallaðan þriðja aðila eins og er í þeirra tilfelli. Á veg breska ríkisútvarpsins kemur fram að West Ham megi búast við hárri peningasekt, jafnvel á annað hundrað milljóna króna og í versta falli verði dregin þrjú stig af liðinu í deildinni, en það þykir þó ekki líkleg niðurstað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×