Enski boltinn

Crouch með þrennu í stórsigri Liverpool

NordicPhotos/GettyImages

Peter Crouch sneri aftur í lið Liverpool með tilþrifum í dag þegar hann skoraði þrennu í stórsigri liðsins á Arsenal á Anfield 4-1. Daniel Agger var einnig á skotskónum fyrir heimamenn en William Gallas minnkaði muninn fyrir Arsenal.

Crouch var ekki í enska landsliðshópnum í leikjunum tveimur í síðustu viku vegna uppskurðar til að laga brotið nef hans. Crouch kom þeim rauðu á bragðið eftir aðeins fjórar mínútur eftir sendingu Alvaro Arbeloa og hálftíma síðar skallaði hann í netið eftir fyrirgjöf Fabio Aurelio. Sá átti einnig stoðsendinguna þegar Daniel Agger skoraði þriðja markið. Steven Gerrard fór af velli meiddur á læri í síðari hálfleik, en ætti þó ekki að missa af leiknum við PSV í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×