Enski boltinn

Robben í hnéuppskurð

NordicPhotos/GettyImages
Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben verður tæplega meira með Chelsea á leiktíðinni eftir að ljóst varð að hann þarf í uppskurð á hné. Ákveðið var að hann færi undir hnífinn eftir að hann kom úr landsleikjunum með Hollendingum á föstudaginn. Þessi tíðindi hafa skiljanlega vakið litla hrifningu hjá knattspyrnustjóra Chelsea, sem þykir blóðugt að fá hann meiddan heim eftir að hann spilaði 90 mínútur fyrir þjóð sína á miðvikudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×