Enski boltinn

Barwick kemur McClaren til varnar

NordicPhotos/GettyImages

Brian Barwick, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, segir að þó stuðningsmenn enska landsliðsins hafi fullan rétt til að tjá sig, sé stór munur á gagnrýni og svívirðingum. Stuðningsmenn enska liðsins hafa heimtað höfuð Steve McClaren á fati eftir ósannfærandi spilamennsku liðsins undanfarið.

"Stuðningsmenn enska liðsins eru þeir bestu í heiminum og þeir verja háum fjárhæðum í að fylgja liðinu hvert á land sem er. Þeir hafa því fullan rétt á því að láta í ljós óánægju sína ef þeim þykir landsliðið ekki vera að standa sig. Það er hinsvegar stór munur á óánægju og persónulegum svívirðingum," sagði Barwick og lýsti yfir fullum stuðningi við landsliðsþjálfarann í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×