Enski boltinn

Allardyce útilokar ekki að selja Anelka

Anelka hefur skipt mjög reglulega um lið á stormasömum ferli sínum
Anelka hefur skipt mjög reglulega um lið á stormasömum ferli sínum NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce stjóri Bolton segir ekki útilokað að félagið selji framherjann Nicolas Anelka í sumar. Anelka vill ólmur fá tækifæri til að spila í Meistaradeildinni og er því ekki hrifinn af því að vera mikið lengur hjá Bolton. Anelka er enda vanur að stoppa stutt þegar hann skiptir um félög.

"Ég á alveg eins von á því að gerð verði tilboð í Anelka, því hann er heimsklassa leikmaður í mínum augum. Ef við fáum tilboð í hann sem þjónar hagsmunum félagsins munum við að sjálfssögðu íhuga málið vandlega," sagði Stóri-Sam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×