Enski boltinn

Eggert sér ekki eftir neinu

NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið The Sun hefur eftir Eggerti Magnússyni að hann sjái alls ekki eftir því að hafa keypt úrvalsdeildarliðið West Ham þó útlit sé fyrir að það falli í 1. deild í vor. Hann segir að viðskiptahliðin á félaginu hafi komið sér á óvart.

"Ég hef aldrei séð eftir því að kaupa félagið. Þetta hefur verið erfitt í vetur en við munum koma liðinu á réttan kjöl fyrr eða síðar. Sumir hlutir varðandi viðskiptahliðina á félaginu hafa komið mér á óvart og eru alls ekki nógu góðir, en ég ætla ekki að fara út í smáatriði í því samhengi," er haft eftir Eggerti í Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×