Enski boltinn

Ribery til Arsenal í sumar?

NordicPhotos/GettyImages

Franski landsliðsmaðurinn Franck Ribery hefur lengi verið einn eftirsóttasti knattspyrnumaður Evrópu. Nú er hann sagður hafa gert munnlegt samkomulag við Arsenal og gengur til liðs við Lundúnaliðið í sumar. The Times greinir frá þessu í dag.

Ribery spilar með Marseille og í samningi hans var ákvæði um að hann gæti farið frá félaginu fyrir 13,5 milljónir punda. Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal ætlaði síðastliðið sumar að kaupa Ribery en stjórn Marseille fékk leikmanninn til þess að framlengja samning sinn til 2010. Auk þess fékk Ribery rúmar 5 milljónir króna í laun á viku og rúmlega 50 milljóna króna bónusgreiðslu.

En þar sem ólíklegt er að Marseille komist í meistaradeildina á næstu leiktíð er talið víst að Ribery verði leyft að fara. Fyrir leiktíðina hafnaði Marseille 15 milljóna tilboði frá Lyon en bæði Real Madríd og Bayern Munchen vildu fá leikmanninn í sínar raðir. Franck Ribery er 23 ára og þótti einn besti leikmaður Frakka á HM í fyrrasumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×