Erlent

Fuglar forðast Tsjernobyl

Óli Tynes skrifar
Tsjernobyl kjarnorkuverið, eftir sprenginguna.
Tsjernobyl kjarnorkuverið, eftir sprenginguna.
Fuglar sem verpa í grennd við Tsjerenobyl kjarnorkuverið, í Úkraínu virðast velja sér hreiðurstæði þar sem geislavirknin er minnst. Franskur vísindamaður og bandarískur starfsbróðir hans hafa undanfarin ár fylgst með fuglum í Rauðaskógi. Skógurinn er um fimm kólómetra frá kjarnaofninum sem sprakk fyrir rúmum tuttugu árum.

Niðurstöður þeirra eru birtar í vísindaritinu New Scientist. Þar kemur meðal annars fram að svæði í skóginum eru mismunandi mikið geislavirk. Og fuglarnir velja sér stæði til hreiðurgerðar þar sem geislavirknin er minnst.

Vísindamönnunum þykir þetta að vonum merkilegt, en þeir viðurkenna að þeir hafi enga hugmynd um hvernig fuglarnir skynji hvar geislavirknin er mest og minnst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×