Erlent

Þrír stungnir til bana í Manchester og nágrenni

Þrír voru stungnir til bana í Manchester og nágrenni í Englandi í nótt eftir því sem lögregla í borginni greindi frá. Sjö manns á aldrinum 17-25 ára voru handteknir í tengslum við árás í úthverfi borgarinnar en fórnarlamb þeirra lést á spítala snemma í morgun.

Þá fann lögregla þrítugan mann látinn með fjölmörg stungusár í Bolton seint í gærkvöld en talið er að hann hafi deilt við þann eða þá sem myrtu hann. Sá þriðji lést á spítala eftir átök í félagsmiðstöð í nótt.

Töluverð umræða hefur verið í Bretlandi að undanförnu um ofbeldisglæpi en þrír táningar voru skotnir í síðasta mánuði í Lundúnum og þá var 16 ára piltur stunginn til bana á miðvikudaginn var í borginni. Hefur almenningur því kallað eftir aðgerðum til þess að stemma stigu við vaxandi ofbeldi í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×